Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gróðursetningarferð

29.08.2008
Þriðjudaginn 2. september er gróðursetningardagur. Þá fara allir nemendur og starfsmenn skólans saman með rútum upp í Sandahlíð og planta trjám og fara í íþróttir og leiki í Guðmundarlundi. Dagurinn hefst kl. 8:15 með morgunsöng og allir verða komnir til baka kl. 14. Nemendur þurfa því að koma búnir til útivistar allan daginn og hafa með sér gott morgunnesti.  Þeir sem eru í mataráskrift hjá Skólamat fá grillaðar pylsur í hádeginu. Þeir nemendur skólans sem ekki eru í mataráskrift en vilja kaupa staka máltíð (tvær pylsur og ávaxtadrykkur) þurfa að greiða fyrir það 450 kr. sem þeir afhenda umsjónarkennara sínum eða Soffíu ritara.
Til baka
English
Hafðu samband