Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norrænir rithöfundar

22.09.2008
Norrænir rithöfundar Í dag fengu nemendur í 5.-6. bekk heimsókn.  Hingað komu 3 barnabókahöfundar.  Rithöfundarnir voru Gerður Kristný, Ulf Nilsson frá Svíþjóð og Ritva Toivola frá Finnlandi.  Þau lásu upp úr bókum sínum. Efni sagnanna tengdist allt draugum.  Nemendur voru mjög áhugasamir og spenntir að fara að lesa draugasögur.    Tilefni heimsóknarinnar var að síðustu daga hefur verið hér á landi alþjóðleg barna- og unglingabókmenntahátíð.  Af því tilefni var gefin út bókin At og aðrar sögur sem er afrakstur smásagnakeppni sem Forlagið og barnabókahátíðin stóðu fyrir.  Í bókinni eru sextán sögur.
Til baka
English
Hafðu samband