Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kertagerð 1.-2. bekkur

17.12.2008
Kertagerð 1.-2. bekkurÞað var blíðskaparveður s.l. föstudag þegar krakkarinir í 1.og 2. bekk Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans þrömmuðu heim til Siggu sérkennara. Það er áralöng hefð fyrir þessari ferð en þá bjóða Sigga og Bjössi maðurinn hennar krökkunum í 1. og 2. bekk heim til sín.
Í þessari heimsókn fá börnin að leika sér með leikföng sem mörg hver eru frá því að börnin þeirra Siggu og Bjössa voru lítil. Bjössi kennir þeim að steypa kerti og svo er boðið uppá heimatilbúnar veitingar. Það var kátur hópur sem hittist heima hjá þeim hjónum eins og sjá má á myndunum sem eru komnar á myndasíðuna.
Til baka
English
Hafðu samband