Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahópur í heimsókn

16.01.2009
Skólahópur í heimsókn Á miðvikudaginn kom skólahópurinn af leikskólanum Sjálandi í heimsókn til okkar í 1.-2. bekk. Hópurinn kom líka til okkar áður en við fórum í jólaleyfi og þá föndruðum við saman en núna voru krakkarnir að vinna saman verkefni á heimasvæði, bókasafni eða við fiskabúrið.

Krökkunum var skipt í fjóra hópa og fóru þeir á jafnmargar stöðvar.

Þessi heimsókn tókst mjög vel og voru krakkarnir mjög ánægðir með daginn.

Til baka
English
Hafðu samband