Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Halldór Laxness og Gljúfrasteinn

19.03.2009
Halldór Laxness og Gljúfrasteinn

Það má segja að Halldór Laxness hafi verið maður vikunnar hér hjá nemendum í 3. – 4. bekk. Nemendur hafa unnið hörðum höndum að veggspjaldi um skáldið, lært lög eftir ljóð skáldsins ásamt því að hlusta á upplestur úr verkum hans. Í gær heimsóttum þau  svo Gjúfrastein og höfðu bæði nemendur og kennarar gagn og gaman af.  Eftir helgina halda þau áfram með þemað um Laxness og um helgina ætla þau að gera litla skoðunarkönnun heima þar sem þau eiga að spyrja 4 fullorðna hver uppáhaldsbók eftir Nóbelsskáldið sé. Myndir úr ferðinni á Gljúfrasteinn á myndasíðu 3.-4. bekkjar.

Til baka
English
Hafðu samband