Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stærðfræði er skemmtileg

08.10.2009
Stærðfræði er skemmtileg

Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir námskeiðum í Ólympíustærðfræði í vetur sem krakkar úr 5.-8. bekk geta tekið þátt í.

Ólympíustærðfræði eru námskeið þar sem leystar eru þrautir sem reyna á hugmyndaflug og rökhugsun. Þetta eru skemmtileg og ögrandi verkefni fyrir krakka sem hafa gaman af að glíma við þrautir og að reikna. Áhersla er á ánægju af stærðfræði, innsæi og frumleika í lausnum á þrautum. Áhersla er lögð á samvinnu á æfingum.

Markmið Ólympíustærðfræði er:

* að örva áhuga á stærðfræði

* að kynna mikilvæg stærðfræðileg hugtök

* að kenna megin aðferðir við þrautalausnir

* að þróa stærðfræðilegan sveigjanleika í þrautalausnum

* að styrkja stærðfræðilegt innsæi

* að örva sköpun og hugvit í stærðfræði

* að veita ánægju og spennuna af því að takast á við ögrandi verkefni

Ólympíustærðfræðiverkefnin eru fyrir krakka í 5.-6. bekk annars vegar og 7.-8. bekk hins vegar. Æfingar eru einu sinni í viku, klukkutíma í senn í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2 (4 hæð). Reglulega er svo keppt og í vor er svo verðlaunaafhending þar sem veitt eru verðlaun eftir frammistöðu einstaklinga og liða.

Námskeiðið stendur í 20 vikur og kosta 2.000 kr.

Æfingar og keppnir eru vikulega fyrir og eftir jól á eftirfarandi tímum.

Yngra ár (5.-6. bekkur)

Laugardaga klukkan 10:00

Eldra ár (7.-8. bekkur)

Laugardaga klukkan 11:00

Skráning og nánari upplýsingar á www.hr.is/os

Allir sem hafa áhuga á að prófa eru velkomnir í prufutíma.

Til baka
English
Hafðu samband