Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Laufabrauð foreldrafélagsins

24.11.2009

Foreldrafélag Sjálandsskóla stendur fyrir laufabrauðsútskurði og steikingu í skólanum sunnudaginn 29. nóvember kl. 10:30-13:30. Hópur foreldra úr öllum bekkjardeildum sér um steikinguna. Hægt er að koma með kökur að heiman en foreldrafélagið mun einnig selja 5 kökur á 500.-

Kaffihlaðborð: Við hvetjum alla til að koma með eitthvað góðgæti á kaffihlaðborðið til að gera það sem veglegast. Kaffi, djús og kakó á staðnum.

Koma með að heiman:

• Laufabrauð - ef ekki er keypt á staðnum. Athugið að kaupa daginn áður.
• Skurðarbretti og hnífa
• Laufabrauðshjól ef til
• Ílát undir steikta laufabrauðið
• Viskustykki til að breiða yfir kökurnar fyrir steikingu
• ...og góðgæti á kaffihlaðborðið


Með bestu kveðju og hlökkum til að sjá sem flesta á þessum fyrsta degi aðventu,
Stjórn foreldrafélags Sjálandsskóla

Til baka
English
Hafðu samband