Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

9. bekkur til Noregs

14.12.2009
Nemendurnir okkar í 9. bekk voru aldeilis heppnir nú á haustdögum þegar bekkurinn þeirra var dreginn út sem fulltrúar Íslands á vetraríþróttahátíð í Lillehammer í Noregi dagana 31.janúar - 5.febrúar n.k.  Á hátíðina er boðið einum bekk af unglingastigi frá hverju Norðulandanna, auk Eistlands, Lettlands og Litháens. Krakkarnir fá kynningu og kennslu í vetraríþróttum auk þess sem unnið verður við að gera listaverk úr snjó, farnar sleðaferðir og fleira skemmtilegt. Krakkarnir þurfa að borga hluta ferðarinnar sjálf og standa því í strangri fjáröflun um þessar mundir. Þau hafa m.a. bakað og selt smákökur og gengið í hús og selt hamborgara og sænskar kjötbollur. Eftir áramótin er stefnt að því að halda bingó og lestrarmaraþon. Krakkarnir eru eðlilega mjög spennt fyrir ferðinni og ekki er vafi á að hún mun verða þeim lærdómsrík.
Til baka
English
Hafðu samband