Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Comenius - Leeds í Englandi

21.10.2010
Comenius - Leeds í Englandi

COMENIUS
Fit for life – fit for Europe

Síðastliðið haust fékk Sjálandsskóli styrk frá menntaáætlun Evrópusambandsins til að vinna að Comeniusarverkefni í samstarfi við skóla í 5 öðrum löndum. Samstarfslöndin eru Bretland, Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn. Verkefnið ber yfirskriftina „Fit for life – Fit for Europe“ en íslenska vinnuheitið er „Hreysti fyrir lífið“. Aðal áherslurnar í verkefninu eru hreyfing og hollt mataræði. Verkefnið stendur yfir í tvö skólaár. Ætlunin er að leggja áherslu á hreyfingu og leiki á fyrra árinu. Á seinna árinu verður sjónum beint að hollu mataræði. Verkefninu var formlega ýtt af stað í lok september þegar tveir kennarar úr Sjálandsskóla fóru til Leeds í Bretlandi til að heimsækja samstarfsskóla okkar og hitta fulltrúa frá hinum skólunum í verkefninu. Í Leeds voru haldnir fundir um verkefnið og framvindu þess næstu tvö árin. Einnig fengu kennarar allra landanna tækifæri til að elda þjóðlega rétti með aðstoð nemenda. Íslensku kjötsúpunni var almennt vel tekið í breska barnaskólanum en harðfiskur með smjöri átti í harðri samkeppni við eggjaböku og pasta. Ásamt matreiðslunni kynntu allar þjóðirnar tvo leiki frá þeirra heimalandi.

Myndir má finna á myndasíðunni

Til baka
English
Hafðu samband