Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynning á Sjálandsskóla fimmtudaginn 17.mars

14.03.2011
Kynning á Sjálandsskóla fimmtudaginn 17.mars

Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2005) og 8. bekk (f.1998) fer fram dagana 15. - 25. mars nk. á skrifstofum skólanna. Einnig er hægt að innrita börnin rafrænt á íbúavef Garðabæjar frá 15. mars. Sömu daga fer fram skráning vegna nemenda í 2.-9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla. Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á tómstundaheimilum Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla á næsta skólaári fer einnig fram þessa sömu daga. Á skrifstofum skólanna eru eyðublöð fyrir slíka umsókn og einnig á íbúavefnum Mínum Garðabæ.


Í Garðabæ velja foreldrar í hvaða grunnskóla þeir senda barn sitt. Komi til þess að aðsókn í tiltekinn skóla verði meiri en húsrými leyfir gilda ákveðin viðmið um forgang nemenda í þann skóla.

Sjá nánari upplýsingar um innritun í grunnskólana  í tilkynningu hér.

Kynningar á starfi skólanna

Allir skólarnir verða með stutta kynningu á starfi sínu í tengslum við innritunina. Kynningin fer fram í húsnæði hvers skóla og síðan verður foreldrum boðið að ganga um skólann undir leiðsögn starfsmanna og/ eða nemenda. Börnin eru hjartanlega velkomin með.  Einnig er hægt að hafa beint samband við skrifstofu skólanna til að fá að koma í heimsókn á öðrum tímum.

Kynnig verður í Sjálandsskóla  fimmtudaginn 17. mars kl. 18 (yngra stig) og kl. 19 (eldra stig)

Til baka
English
Hafðu samband