Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðalfundur foreldrafélagsins

04.10.2011
Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélagsins

 

Aðalfundur foreldrafélags Sjálandsskóla verður haldinn þriðjudaginn 11. október kl. 20:00 í Sjálandsskóla.

 

Dagskrá fundarins.

 

1.      Edda Björg Sigurðardóttir flytur erindi um það sem efst á baugi í skólastarfinu.

 

2.      Hefðbundin aðalfundastörf:

·         Kosning fundarstjóra og fundarritara

·         Skýrsla stjórnar

·         Reikningar lagðir fram til samþykktar

·         Kosnir fulltrúar í stjórn foreldrafélagsins

·         Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga

·         Skýrsla skóalráðs

·         Kosning fulltrúa í skólaráð

·         Önnur mál

3.      Bætt matarmenning – fulltrúi frá Skólamat flytur erindi og ræðir málið við foreldra.

 

Á fundinum verður boðið upp á vöfflur og kaffi/ te.

 

Við hvetjum alla foreldra til að mæta. Þátttaka foreldra er forsenda öflugs samstarfs foreldra og skóla.

 

f.h. stjórnar foreldrafélagsins

Sigrún Ósk

 

 

Til baka
English
Hafðu samband