Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrirlestur um einelti

09.11.2011
Fyrirlestur um einelti

Í dag fengu allir nemendur skólans fyrirlestur frá Jerico samtökunum um einelti. Elísabet Stefánsdóttir þolandi eineltis sagði frá reynslu sinni og ræddi um afleiðingar eineltis. Í síðustu viku fengu starfsmenn skólans sambærilegan fyrirlestur og annað kvöld (fimmtudag) verður haldinn fyrirlestur fyrir foreldra í sal skólans kl.20.00. Við hvetjum alla til að mæta og hlýða á áhugavert efni sem snertir okkur öll. Fyrirlestrarnir eru í boði foreldrafélagsins.

Nánari upplýsingar um Jerico samtökin má finna á
http://www.jerico.is/

Myndir frá fyrirlestrunum eru á myndasíðunni

 

Til baka
English
Hafðu samband