Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1.desember

01.12.2011
1.desember

Í dag, 1.desember, var mikið um að vera í Sjálandsskóla. Það var rauður dagur þar sem allir mættu í einhverju rauðu. Í byrjun dags hittust allir á sal þar sem 8.bekkur fræddi okkur um 1.desember og um þemaverkefnið 1918 sem þau hafa verið að vinna með í haust. Klukkan ellefu komu svo allir aftur á sal og sungu saman þrjú íslensk lög í tilefni af degi íslenskrar tónlistar. Lögin voru spiluð á öllum útvarpsrásum landsmanna og sungu krakkarnir okkar með af fullum krafti. Söngurinn var tekinn upp á myndband sem við munum senda í myndbandakeppni í tilefni dagsins.

Í dag kl.5 er svo 7.bekkur með bekkjarskemmtun þar sem þau eru að safna fyrir ferð í skólabúðirnar á Reykjum.

Myndir frá rauða deginum má sjá á myndasíðunni

Til baka
English
Hafðu samband