Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líf og fjör í Sjálandsskóla og Alþjóðaskólanum

15.12.2011
Líf og fjör í Sjálandsskóla og Alþjóðaskólanum

Í dag var mikið um að vera í Sjálandsskóla. Í morgunsöng spilaði Austin, 5 ára nemandi í Alþjóðaskólanum, á fiðluna sína og Þórdís í 7.bekk spilaði á selló. Eftir útivistina tóku allir nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans þátt í að búa til jólagjafir. Jólatónlist hljómaði um allan skóla og nemendur á öllum aldri hjálpuðust að við að búa til jólagjafir og jólapappír. Þar sem innihald jólapakkanna er algjört leyndarmál þá birtum við ekki myndir frá jólagjafagerðinni fyrr en eftir jól, en hér eru nokkrar myndir frá deginum.

Á morgun förum við svo í kirkju, á mánudag er hefðbundinn skemmtilegur skóladagur og jólaballið á þriðjudag.

Til baka
English
Hafðu samband