Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðileg jól !

20.12.2011
Gleðileg jól !

Í dag var haldin jólaskemmtun í Sjálandsskóla og dansað í kringum jólatréð. Nemendur voru með skemmtiatriði í sal, kórinn söng og 5.bekkur sýndi helgileikinn. Þá voru haldin stofujól hjá hverjum hóp þar sem nemendur komu með smákökur og sætindi og að lokum var dansað í kringum jólatréð.

Myndir frá jólaskemmtun má sjá á myndasíðunni.

Starfsfólk Sjálandsskóla óskar öllum nemendum og foreldrum gleðilegrar hátíðar og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.

Kennsla hefst aftur eftir jólafrí  5.janúar

Til baka
English
Hafðu samband