Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Andri Snær Magnason rithöfundur í heimsókn

09.01.2012
Andri Snær Magnason rithöfundur í heimsókn

Á föstudaginn kom Andri Snær Magnason rithöfundur í heimsókn til 5.-7.bekk og fjallaði um sögu sína Blái hnötturinn. Tilefnið var að á næstu 3 vikum munu nemendur í 5.-7. bekk setja upp leiksýningu/söngleik um Bláa hnöttinn. Undibúningur mun taka mikinn tíma og hefur stundaskrám 5.-7.bekkjar verið breytt þannig að vinna við leiksýninguna mun fara fram alla daga í janúar þangað til sýningin hefst, en áætlað er að sýna í lok mánaðarins.

Þetta er stór sýning þar sem rúmlega 90 nemendur taka þátt og 12 kennarar koma að verkefninu. Allir fá sitt hlutverk og er nemendum skipt í hópa sem hafa mismunandi verkefni. Sem dæmi um hópa má nefna búningar, förðun, leikmyndagerð, dansarar, söngvarar, leikarar, markaðshópur, tæknimenn, hljóðfæraspilarar o.fl.

Bókin um Bláa hnöttinn hefur verið gefin út á 12 tungumálum og sýningar verið settar upp í nokkrum löndum. Andri Snær sýndi okkur bókina á nokkrum framandi tungumálum, t.d. á kínversku.

Til baka
English
Hafðu samband