Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Afríkuþema hjá 3.-4.bekk

10.02.2012
Afríkuþema hjá 3.-4.bekk

3.-4.bekkur hefur að undaförnu verið að vinna með Afríkuþema þar sem nemendur hafa m.a. búið til hljóðfæri og sungið Afrísk lög. Í morgusöng sungu þau og spiluðu tvö lög frá Afríku og héldu svo sýningu fyrir foreldra á því sem þau höfðu gert í tengslum við þemað.

Myndir frá Afríkuþemanu.  

Þau bökuðu líka bananabrauð og buðu foreldrum.

Hér er uppskriftin að bananabrauðinu:

5 dl hveiti

3 dl sykur

1 egg

1 tsk salt

½ tsk matarsódi

2 bananar

Aðferð:

1. Egg og sykur þeytt saman

2. Bönunum bætt út í og að síðustu þurrefnum.

3. Sett í smurt form og bakað í 170-180°heitum ofni í klukkutíma

Uppskriftin gefur eitt stórt brauð

Til baka
English
Hafðu samband