Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Góðverk dagsins

20.02.2012
Góðverk dagsins

Dagana 21. – 25. febrúar nk. verða Góðverkadagar haldnir um land allt undir yfirskriftinni „Góðverk dagsins“ .

Góðverkadagarnir eru ný útfærsla á nær aldagamalli hefð og loforði skáta um að gera að minnsta kosti eitt góðverk á dag.

Markmiðið með verkefninu „Góðverk dagsins“ er að hvetja landsmenn til athafna og umhugsunar um að láta gott af sér leiða, sýna náungakærleik, vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk.

Við starfsfólk og nemendur Sjálandsskóla látum svona tækifæri ekki fram hjá okkur fara, við þekkjum það öll af eigin raun að með því að sýna hvort öðru, vináttu, hjálpsemi og gera góðverk, er meira gaman í skólanum og vinnunni.

Hægt er að skrá góðverkin á www.godverkin.is og þar má sjá dæmi um ýmis góðverk sem landsmenn hafa tekið þátt í.

Til baka
English
Hafðu samband