Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líf og fjör í skíðabrekkunum á Dalvík

15.03.2012
Líf og fjör í skíðabrekkunum á Dalvík

Það er líf og fjör hjá krökkunum í unglingadeildinni sem fóru með félagsmiðstöðinni Herkúlez í skíðaferð til Dalvíkur á þriðjudaginn. Við fengum skemmtileg bréf frá þeim í gær og það er augljóst að krakkarnir okkar eru til fyrirmyndar og skemmta sér vel.
Hægt er að sjá vefmyndavél frá skíðasvæðinu á vefnum www.skidalvik.is

Vefmyndavél

Bréfið frá Dalvíkurhópnum:

Hérna á Dalvík er ótrúlega gaman, móttökurnar hjá fólkinu hérna á skíðavsvæðinu eru æðislega. Við höfum skálann fyrir okkur og þetta er svona kósý stemmning hjá okkur. Færið var flott þegar við komum og ágætt í dag, snjóaði reyndar seinni partinn í dag og þá var færið orðið of erfitt fyrir Ingvar kennara og þurfti hann að hætta snemma í dag. Krakkarnir hafa staðið sig ofsalega vel, eru kurteis, borða hafragrautinn hans Davíðs á morgnana og hlýða Jóku í alla staði. Eina vesenið var í gær þegar það átti að fara sofa, þá voru nokkrir sem þurftu að spjalla saman og jafnvel verið að reyna að spjalla við þá sem voru í raun sofnaðir !! Þetta hefur semsagt verið ótrúlega skemmtilegt, við skíðum, borðum, skíðum, borðum, förum í sund, borðum, förum aftur í skálann og fáum okkur kvöldsnarl og svo sofnum við. Þetta er dagskráin hjá okkur.

Við eigum einn skíðadag eftir og verður hann tekinn með trompi, lyfturnar opna 9.00, það verður diskóljós og rokkmúsík og fáránlegt stuð. Kveðjur frá Dalvík..

Til baka
English
Hafðu samband