Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólasetning

23.08.2012
Skólasetning

Það voru spenntir krakkar sem mættu í skólann í morgun eftir sumarfrí. Um 250 nemendur í Sjálandsskóla og 70 nemendur í Alþjóðaskólanum mættu í morgunsöng snemma í morgun full eftirvæntar að hefja nýtt skólaár.

Við viljum hvetja nemendur til að koma gangandi eða hjólandi í skólann og minnum á að notkun hjálma er nauðsyn. Nemendur eru beðnir um að ganga vel um og setja hjólin í hjólastanda og þeir nemendur sem koma á rafskutlum að geyma hjólin sín við hátíðarinnganginn (hjá íþróttahúsinu) og að sjálfsögðu að nota hjálma.

Foreldrar sem keyra börn sín í skólann eru beðnir um að leggja bílunum á bílastæðinu en ekki á hringtorginu.

Hlökkum til að starfa með ykkur í vetur og að takast á við ný og spennandi verkefni :-)

 Myndir frá skólasetningu eru á myndasíðunni

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband