Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hönnunarsafnið og ljóðalestur -7.bekkur

15.11.2012
Hönnunarsafnið og ljóðalestur -7.bekkurNemendur 7. bekkjar fóru á Garðatorg á þriðjudaginn og lásu þar ljóð sem þeir höfðu valið fyrir vegfarendur og afgreiðslufólk í verslunum.
Þetta var gert í tilefni af Degi íslenskrar tungu sem er næstkomandi föstudag. Þeir söfnuðu svo undirskriftum fólks sem á þá hlýddu og markaði þessi ljóðalestur einnig upphafið af Stóru upplestrarkeppninni sem 7. bekkur mun taka þátt í á vorönninni.

Að ljóðalestri loknum fórum við á Hönnunarsafn Íslands og skoðuðum sýningu Gísla B. Björnssonar um grafíska hönnun. Nemendur hönnuðu svo sitt eigið lógó og gekk sú vinna mjög vel.

Myndir frá vinaviku og Hönnunarsafni má sjá á myndasíðu 7.bekkjar 

Til baka
English
Hafðu samband