Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekk

11.03.2013
Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekkUndankeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin föstudaginn 8. mars. Það er 7. bekkur sem tekur þátt og var gaman að sjá hversu margir voru vel undirbúnir og stóðu sig vel. Dómarar voru Svanhildur Kr. Sverrisdóttir og Edda Björg Sigurðardóttir og unnu þær það vandasama starf að velja úr þrjá fulltrúa frá skólanum, þ.e. tvo þátttakendur og einn varamann. Nemendurnir sem þóttu standa sig best voru: Þórunn Rebekka Ingvarsdóttir, Ólafur Bjarni Hákonarson og í þriðja sætinu var Kristján Gabríel Kristjánsson sem verður varamaður. 

Við óskum þeim til hamingju og góðs gengis þann 19. mars þegar Stóra upplestrarkeppnin verður haldin á Garðaholti.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband