Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Geimtónlist frá 5.-6.bekk

05.04.2013
Geimtónlist frá 5.-6.bekk

5.-6.bekkur hefur verið að vinna í þema um himingeiminn og í tónmennt sömdu þau tónverk um geiminn. Hver hópur valdi þrjú atriði sem tengjast himingeimnum. Þau bjuggu svo til sögu sem tengir saman þessi þrjú atriði og túlkuðu hana svo í tónsköpun. 

Hægt er að hlusta á geimtónlistina með því að smella á nafnið:

1. Máni (6. bekkur) Eldflaug fer af stað, lendir í svartholi og hinum megin við svartholið er Star Wars heimurinn.
2. Sól (6. bekkur) Lagið hefst á sól. Svo koma geimverur sem eru vondar. Þær sprengja upp stjörnu sem verður að svartholi sem fer að soga allt til sín.
3. Stjarna (5. bekkur) Verkið byrjar á stríði sem Bósi ljósár kemur inn í. Svo springur stjarna og verður að svartholi sem sogar vondu karlana í sig og eftir verða bara góðu.
Til baka
English
Hafðu samband