Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Valgreinar í unglingadeild

30.04.2013
Valgreinar í unglingadeildValfög í 8.-10. bekk Sjálandsskóla skólaárið 2013-2014 eru kennd á námskeiðum. Hvert námskeið er tvær stundir á viku í 8-9 vikur. Hver nemandi er í þrem valnámskeiðum í hverri viku. Á skólaárinu tekur nemandinn því þátt í 12 valnámskeiðum. Nemendur sem velja félagsmálaval eru í því vali allt skólaárið. Þeir nemendur ásamt nemendum sem taka þátt í leiksýningu á vegum Klakans sleppa einu vali í síðustu vallotu. Nemendur sem stunda íþrótt/listgrein fjórar klukkustundir eða meira á viku allt skólaárið og fá staðfestingu frá íþróttafélagi/listaskóla um mjög góða ástundun og framfarir geta sleppt einu valnámskeiði í síðustu vallotu skólaársins.

Hér eru hugmyndir af námskeiðum sem verða í boði skólaárið 2013-2014. Námskeiðunum er skipt upp í 4 flokka: listir, heimilisfræði, íþróttir og ýmislegt. Velja þarf að lágmarki og hámarki námskeið úr hverjum flokki.

Nemendur sem verða í Sjálandsskóla á næsta skólaári eiga að velja 15 námskeið í AÐALVAL og 15 námskeið í VARAVAL. Reynt verður eins og kostur er að koma til móts við óskir um nemenda og halda þau námskeið sem flestir velja. Í maí verður síðan stillt upp bundnu vali.

Nemendur eiga að skila óskalista sínum (seinasta blaðið) miðvikudaginn 29. apríl á skrifstofu skólans. Þeir fá það blað afhent útprentað í skólanum en lýsingar á valnámskeiðum eru aðeins sendar rafrænar í tölvupósti einnig sem þær verða birtar á heimasíðu skólans.


Kveðja,
Helgi Grímsson
Til baka
English
Hafðu samband