Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókaverðlaun barnanna

16.10.2014
Bókaverðlaun barnanna

Á hverju ári fá sex til tólf ára börn að velja bestu barnabók ársins. Kosið er á bókasöfnum um allt land og á heimasíðu Borgarbókasafnsins. Veitt eru verðlaun fyrir bestu frumsömdu bókina og bestu erlendu. Í ár var bókin Rangstæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason valin besta frumsamda bókin og Amma Glæpon eftir David Walliams í þýðingu Guðna Kolbeinssonar valin besta erlenda bókin. Nemendur í Sjálandsskóla tóku þátt í að velja bestu bókina og  voru mjög dugleg að greiða atkvæði. Bókasafn Garðabæjar dró úr innsendum atkvæðaseðlum í Garðabæ þrjá þátttakendur sem hlutu viðurkenningu fyrir þátttöku. Einn nemandi úr Sjálandsskóla, hún Rakel María í 7. bekk, var ein af þeim sem var valin og hlaut hún bók að gjöf frá Bókasafni Garðabæjar.

Til baka
English
Hafðu samband