Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skáld í skólanum

23.10.2014
Skáld í skólanum

 Í dag komu fjögur skáld í heimsókn í skólann.  Fyrst komu þau Villi naglbítur og Kristín Svava Tómasdóttir.  Þau hittu nemendur í 1. – 4. bekk og var yfirskrift á erindi þeirra„Tilraunir með orð og efni“ .  Þau voru með ýmsar tilraunir og fluttu ljóð.  Síðar í dag komu svo þau Sigurbjörg Þrastardóttir og Andri Snær Magnason og hittu nemendur í 5. – 7. bekk.  Erindið þeirra bar yfirskriftina  „Að yrkja um allan heiminn“.  Þau ræddu við nemendur, voru með ýmsan fróðleik og fluttu ljóð.  Það var Rithöfundasamband Íslands sem stóð fyrir þessum heimsóknum.

Í myndasafni skólans má sjá nokkrar myndir

Til baka
English
Hafðu samband