Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sjálandsskóli 10 ára

04.05.2015
Sjálandsskóli 10 áraFimmtudaginn 30. apríl var afmælishátíð Sjálandsskóla.  Hátíðin hófst á sal skólans með því að Lúðrasveit Garðabæjar spilaði nokkur lög,  Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar var með ávarp og afhenti skólanum blómvönd í tilefni dagsins. Lára Sif Davíðsdóttir nemandi í 10. bekk, sem er eini nemandi skólans sem hefur verið öll 10 ár skólans flutti stutt ávarp.  Skólakór Sjálandsskóla flutti nokkur lög að lokum.  Eftir hátíðina á sal var opið hús í skólanum þar sem nemendur, foreldrar og aðrir gestir gengu um skólann og skoðuðu verkefni sem nemendur höfðu gert í tilefni af afmælinu.   Boðið var upp á kaffi og afmælisköku.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband