Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplýsingar fyrir nýnema og forráðamenn þeirra

10.08.2015
Upplýsingar fyrir nýnema og forráðamenn þeirra

Nú styttist í skólabyrjun en undirbúningur skólastarfsins er nú í fullum gangi.  Hér koma nokkrar gagnlegar upplýsingar sem brenna á mörgum svona í upphafi skólaársins.

Kynningarfundir nýnema og forráðamanna
Allir forráðamenn og nýnemar Sjálandsskóla eru boðaðir á kynningarfundi en þeir verða haldnir miðvikudaginn 19. ágúst á eftirfarandi tímum:
• 1. og 2. bekkur kl.16:30
• 3.-7. bekkur kl.17:15
• 8. - 10. bekkur kl.18:00.
Í Sjálandsskóla er hefð fyrir því að skólabyrjun hefjist með foreldra- og nemendaviðtölum þar sem nemendur og forráðamenn þeirra eiga stuttan fund með sínum umsjónakennara. Fundirnir verða haldnir þriðjudaginn 25. ágúst en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 26. ágúst. Umsjónarkennarar munu hafa samband við forráðamenn á tímabilinu 18. – 21. ágúst og boða í viðtölin. Skóladagatal fyrir skólaárið, upplýsingar um innkaupalista ásamt hagnýtum upplýsingum má finna á heimasíðu Sjálandsskóla.

Skólamatur
Hægt er að kaupa hádegismat og eða síðdegishressingu fyrir nemendur hjá skolamat.is. Forráðámenn velja hvort þeir kaupa einn eða fleiri daga. Síðdegishressing er í boði fyrir nemendur sem eru í tómstundaheimilinu Sælukoti. Hægt er að finna upplýsingar um verð á heimasíðu skólamatar http://www.skolamatur.is/verdskra/verdskra-gardabaer. Skráning fer fram eins og áður segir hjá Skólamat og hefst 24. ágúst. Skólamatur verður í boði frá og með fyrsta skóladegi ársins þ.e. 26 ágúst.

Mjólkuráskrift
Í vetur líkt og undanfarin ár verður mjólk seld í áskrift í hádegismatartímanum.
Verð fyrir tímabilið 26. ágúst - 6. júní er krónur 4800-
Miðað er við 1 og ½ glas af mjólk á barn
Skráning í mjólkuráskrift fer fram hjá ritara eða með því að senda póst á netfangið sjalandsskoli@sjalandsskoli.is.
Bæjarsjóður Garðabæjar innheimtir fyrir mjólkuráskriftina og verða sendir út greiðsluseðlar.

Tómstundaheimilið Sælukot
Skráning fyrir nemendur í 1.-4.bekk í tómstundaheimlið Sælukot fer í fram á íbúavefnum Minn Garðabær https://minn.gardabaer.is/login.aspx?ReturnUrl=%2fdefault.aspx. Skóladegi hjá þessum árgöngum lýkur klukkan 14:05 á daginn. Eftir það opnar tómstundaheimilið og er opið til klukkan 17:15. Vegna skipulagningar á starfsmannahaldi biðjum við ykkur að skrá börnin sem fyrst. Verðskrá má finna á vefsíðu Garðabæjar og á heimasíðu Sjálandsskóla http://sjalandsskoli.is/library/Files/Tomstundaheimili/Gjaldskra%20tomstundah%20jan%202013%20(s%C3%BE%2006%2012%2012).pdf

Frístundabíll
Frístundabíllinn hefur það hlutverk að keyra börn frá tómstundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf. Bíllinn ekur virka daga kl. 14:15-17:30 og fer fram og til baka á hverjum 30 mínútum. Skráning í frístundabílinn er á íbúavefnum Mínum Garðabæ https://minn.gardabaer.is/login.aspx?ReturnUrl=%2fdefault.aspx. Þar er hægt að kaupa kort, fylla á eldri kort og fá nánari upplýsingar um verð.

Hlökkum til samstarfsins í vetur.
Með kærri kveðju,
Edda Björg Sigurðardóttir
aðstoðarskólastjóri

Til baka
English
Hafðu samband