Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Spennandi lestrarleikir á bókasafninu

18.09.2015
Spennandi lestrarleikir á bókasafninuÁ bókasafninu eru að fara í gang tveir „lestrarleikir“.

Stafasúpa sem er miðað við ca. 3. bekk og eldri (allt eftir lestrargetu):

Stafasúpa er lestrarleikur þar sem lesið er allt stafrófið. Fyrir hvern staf í stafrófinu er lesin bók sem byrjar á þeim staf. Þegar búið er að lesa allt stafrófið hlýtur viðkomandi titilinn „Stafasúpumeistari“ og verðlaun.

Reglur:
Lesa verður bók sem
a. byrjar á ákveðnum staf t.d. A: Afi ullarsokkur, B: Benjamín dúfa.
b. ef ekki finnst bók sem byrjar á stafnum þá þarf nafn höfundar að byrja á stafnum (eftirnafn erlendra höfunda og fornafn íslenskra).
c. Ekki má lesa fræðibækur, myndasögur eða bækur í „yngri barna horni“. Bara skáldsögur.
c. Skila skal umsögn um bókina á blaði sem hægt er að nálgast á bókasafninu.


Dýrabókin mín sem er miðað við ca. 1., 2. og 3. bekk:

Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Taktu þátt í lestrarleiknum um uppáhaldsdýrið þitt.

Þegar þú ert búin að finna uppáhaldsdýrið þitt skaltu skrifa það niður. Síðan finnur þú bók þar sem titillinn (hvað bókin heitir) byrjar á fyrsta stafnum á uppáhaldsdýrinu þínu.
Ef uppáhaldsdýrið þitt er kisa skaltu stafa orðið K-I-S-A. Finndu nú bók sem byrjar á stafnum K. Þegar þú ert búin að lesa hana skaltu næst finna bók sem byrjar á I og síðan koll af kolli. Þegar þú hefur lokið við að lesa allar bækurnar færðu viðurkenningarskjal og bókamerki í verðlaun.


Skráning og frekari upplýsingar fást hjá Hrefnu á bókasafninu.
Til baka
English
Hafðu samband