Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaskemmtun

18.12.2015
Jólaskemmtun

Í dag var síðasti dagur fyrir jólaleyfi og þá héldum við jólaskemmtun. Nemendur í 1.-7.bekk horfðu á helgileikinn, tónlistaratriði og kórsöng á meðan nemendur í unglingadeild áttu notalegan dag í náttfötum í skólanum. Eftir atriðin í sal dönsuðu nemendur í 1.-4.bekk í kringum jólatréð og 5.-7.bekkur hélt stofujól.

Skóladeginum lauk kl.11:30

Myndir frá jólaskemmtun á myndasíðunni.

Starfsfólk Sjálandsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5.janúar 2016

Mánudaginn 4.janúar er starfsdagur en Sælukot er opið fyrir þá nemendur sem þar eru skráð.

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband