Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sirkus Íslands og Grænfáninn afhentur

09.05.2016
Sirkus Íslands og Grænfáninn afhentur

Á föstudag var mikið um að vera hjá okkur í Sjálandsskóla. Þá fengum við Sirkus Íslands í heimsókn og einnig var afhending Grænfánans, en skólinn tekur þátt í grænfánaverkefni.

Grænfáninn er umhverfisviðurkenning sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum og sjálfbærni innan skólans. Jafnframt sýnir reynslan að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri.

Nánar um Grænfánaverkefnið 

Myndir frá föstudeginum

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband