Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skordýraskoðun hjá 3.-4.bekk

23.05.2016
Skordýraskoðun hjá 3.-4.bekk

Nemendur í 3. og 4. bekk bjuggu til skordýragildrur í síðustu viku og fóru með þær út í Gálgahraun. Þær voru sóttar aftur í dag og var afrakstur þess skoðaður í smásjám. Einnig var krabbagildra sett út í gær og var veiðin 5 krabbar sem nemendur fengu að skoða og halda á. Það sem kom upp úr skordýragildrunum voru sniglar og köngulær svo eitthvað sé nefnt.

Á myndasíðunni má sjá þegar nemendur rannsökuðu pöddur og skordýr

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband