Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þakkarhátíð vinaliða

26.05.2016
Þakkarhátíð vinaliða

Um áramótin hóf Sjálandsskóli þátttöku í Vinaliðaverkefninu.

Verkefni sem á rætur að rekja til Noregs og gengur út á það að hópur nemenda er valinn af samnemendum sínum til að starfa sem vinaliðar í frímínútum. Vinaliðarnir stjórna leikjum og passa uppá að bjóða öllum að vera með. Vinaliðarnir eru jákvæðir leiðtogar sem fara á námskeið og sækja reglulega fundi með stjórnendum verkefnisins í skólanum.

Vinaliðaverkefnið fór afar vel af stað í Sjálandsskóla og hafa vinaliðarnir staðið sig með stakri prýði. Leikirnir hafa verið mjög fjölbreyttir og þátttaka nemenda farið fram úr björtustu vonum. Kennarar Sjálandsskóla eru ánægðir með árangur verkefnisins og um leið og fleiri nemendur fara í leiki í frímínútum eru árekstrar fáir.
Vinaliðarnir eru valdir til að starfa eina önn í einu og þessa önn unnu allir vinaliðarnir tvennar frímínútur í viku. Þetta er töluvert mikil vinna og fyrir sitt framlag fá vinaliðarnir skemmtilegan þakkardag frá skólanum. Að þessu sinni fóru vinaliðarnir hjólandi inn í Hafnarfjörð þar sem farið var í klifur og fimleika, út að borða í hádeginu og loks var stoppað í Risanum til að leika sér með bolta. Þegar vinaliðarnir komu aftur inn í Sjálandsskóla tóku Edda skólastjóri og Sesselja aðstoðarskólastjóri á móti þeim og þökkuðu þeim fyrir frábær störf og gáfu þeim ís. Þakkardagurinn heppnaðist afar vel og það verður spennandi að sjá hverjir verða valdir vinaliðar í Sjálandsskóla á næstu önn.

Myndir frá þakkarhátíð vinaliða 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband