Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jól í skókassa

14.11.2016
Jól í skókassa

Í tilefni vinavikunnar í síðustu viku, þá tóku nemendur og foreldrar 5. og 6. bekkjar í Sjálandsskóla þátt í verkefninu „Jól í skókassa“. Verkefnið er alþjóðlegt og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir.

Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. Að þessu sinni verða gjafirnar sendar til Úkraínu á munaðarleysingjaheimili þar, á barnaspítala og til einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.

Verkefnið er á vegum KFUM og KFUK á Íslandi og fóru nemendur með gjafirnar í húsakynni þeirra síðastliðinn fimmtudag. Fróðlegt var að kynnast starfseminni í kringum þetta verkefni og fengu nemendur að skoða skemmtilega „jólasveinaverkstæðið“, setja pakkana undir jólatréð, gæða sér á piparkökum, hlusta á kynningu á verkefninu og skoða myndir af börnum sem hafa fengið jólagjafir frá Íslandi.

Frábært og gefandi verkefni sem tókst afar vel og gladdi nemendur og fjölskyldur þeirra.

Myndir frá verkefninu 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband