Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak Ævars vísindamanns

02.01.2017
Lestrarátak Ævars vísindamanns

1. janúar hófst lestrarátak Ævars vísindamanns aftur.
Átakið stendur til 1. mars 2017 og er fyrir alla krakka í 1.-7. bekk.

Lestrarátakið virkar þannig, eins og áður, að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur í 1.-7. bekk lesa fylla þau út miða sem þau sækja í gegnum www.visindamadur.is

Foreldri, kennari eða bókasafnsfræðingur kvittar á hvern miða og svo verður miðinn settur í kassa sem er staðsetuur á skólasafninu. Því fleiri bækur sem börnin lesa - því fleiri miða eiga þau í pottinum.
Það skiptir engu máli hvort bókin sem er lesin sé löng eða stutt, teiknimyndasaga, Myndasögusyrpa eða skáldsaga - bara svo lengi sem börnin lesa. Sömuleiðis skiptir tungumálið sem bókin er á ekki máli. Bækurnar mega vera á íslensku, dönsku, frönsku, pólsku, japönsku, ensku osfrv. - bara svo lengi sem börnin lesa.

Þá er nýlunda í ár að hljóðbækur og/eða upplestur fyrir barnið teljast með sem lesin bók.

Í lok átaksins verða dregin út nöfn fimm barna og fá þau í verðlaun að verða persónur í nýrri ævintýrabók sem ég er að skrifa þessa dagana (Bernskubrek Ævars vísindamanns 3: Gestir utan úr geimnum) sem kemur út með vorinu hjá Forlaginu - svo það er til mikils að vinna.

Nánar um lestrarátakið 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband