Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíðaferðir þessa vikuna

13.03.2017
Skíðaferðir þessa vikuna

Í þessari viku eru fyrirhugaðar skíðaferðir hjá okkur í Sjálandsskóla. Það fer að sjálfsögðu eftir veðri hvort að við komust á skíði en á miðvikudag er áætlað að fara í Bláfjöll með 5.-7.bekk, þar sem 6.bekkur verður eftir í Bláfjöllum og gistir eina nótt í Ármannsskálanum. Á miðvikudag fara einnig margir nemendur úr unglingadeild í skíðaferð með félagsmiðstöðinni Klakanum norður til Dalvíkur.

Á föstudag fara svo nemendur í 1.-4.bekk í Bláfjöll.

Foreldrar hafa fengið sendar nánari upplýsingar um skíðaferðirnar.

Ef hætta þarf við ferð vegna veðurs, verða upplýsingar þar um birtar á heimasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband