Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesið í tjaldi

23.03.2017
Lesið í tjaldi

Nú er komið tjald inná bókasafnið hjá okkur þar sem nemendur geta legið og lesið í kósí stemningu. Þar inni eru púðar og stórir grjónapúðar þar sem nemendur geta látið fara vel um sig með góða bók. 

Í morgun var Jóhanna kennari að lesa fyrir nokkra nemendur í 1.bekk og eins og sjá má á myndunum fór vel um krakkana í þessari notalegu lestrarstund.

Nú er komin út lestrarstefna Sjálandsskóla þar sem lögð er áhersla á lestur daglega í öllum árgöngum.

Hér má finna lestrarstefnu Sjálandsskóla 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband