Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrirlestur í forvarnarviku

06.10.2017
Fyrirlestur í forvarnarviku

 Í dag er síðasti dagur forvarnarviku og kom Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur og heimsótti nemendur í 9.og 10.bekk. Hann fjallaði um ofnotkun tölva og snjalltækja.

Í gærkvöldi var fyrirlestur fyrir foreldra barna í Garðabæ þar sem Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir og Arna Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur fluttu erindi um snjalltæki og hvað ber að varast í þeim efnum.

Á þriðjudag fengu nemendur í 5.-7. bekk fræðslu frá SAFT um netið og samfélagsmiðla, alvarleika rafræns eineltis og óvarlegra samskipta og myndbirtinga á netinu, slæm áhrif ofnotkunar á tölvum og neti auk þess sem hvatt var til jákvæðrar og ábyrgrar netnotkunar.

 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband