Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heiðar Logi heimsótti nemendur í 7.-10.bekk

30.10.2017
Heiðar Logi heimsótti nemendur í 7.-10.bekk

 

Heiðar Logi 24 ára atvinnumaður á brimbretti og snappari kom í heimsókn í Sjálandsskóla í síðustu viku. Hann spjallaði við nemendur í 7. bekk annars vegar og við nemendur unglingadeildarinnar hins vegar.

Heiðar Logi sagði frá æsku sinni og uppvexti, erfiðleikum og sigrum í lífinu. Hann sagði þeim frá því hvernig hann lét drauminn sinn rætast um að verða atvinnumaður á brimbretti og hvað hann þurfti að gera til að komast á þann stað sem hann er á í dag.
Heiðar Logi er í dag fyrirmynd fyrir unga stráka og stelpur og voru nemendur afar ánægðir með heimsóknina.

Á myndasíðunni má sjá myndir frá heimsókninni í 7.bekk


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband