Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stjörnufræðivalið í stjörnuskoðun

13.11.2017
Stjörnufræðivalið í stjörnuskoðun

Hópurinn í stjörnufræðivali í unglingadeildinni fór á Hótel Rangá í síðustu viku. Þar fengu þau frábærar móttökur frá Sævari Helga Bragasyni stjörnufræðingi hann sýndi þeim flotta aðstöðu hótelsins til sjörnuskoðunar.

Með sjónuaukunum á staðnum gátu nemendur skoðað fæðingarstaði stjarna, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir í milljóna ljósára fjarlægð. Þau voru mjög heppin með veður og sáu einnig falleg norðurljós og halastjörnur. Ferðin heppnaðist afar vel og var boðið upp á heitt kakó og ís á hótelinu áður en lagt var af stað heim.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband