Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ungmennaþing Garðabæjar

28.11.2017
Ungmennaþing Garðabæjar

Fyrsta ungmennaþing Garðabæjar var haldið miðvikudaginn 8. nóvember sl. í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í Kirkjulundi, á vegum ungmennaráðs Garðabæjar. Ungmennum á aldrinum 14-20 ára var boðið að taka þátt í þinginu.

Gunnar Einarson bæjarstjóri setti þingið og Birta Hjaltadóttir, formaður ungmennaráðs, kynnti ráðið og þingið fyrir ungmennum. Margar áhugaverðar hugmyndir komu fram og spunnust umræður í kjölfar þeirra. Ungmennaráð Garðabæjar hefur farið yfir allar ábendingar og hugmyndir sem fram komu og komið þeim áleiðis í nefndir og ráð bæjarins. Í lok þingsins komu JóiPé og Króli, tóku fjölmörg lög og spjölluðu við hópinn. Enginn fór svangur heim því gómsætar pizzur voru í boði fyrir mannskapinn.

Myndir frá ungmennaþinginu 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband