Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak Ævars vísindamanns hefst 1.janúar

18.12.2017
Lestrarátak Ævars vísindamanns hefst 1.janúar

 Lestararátak Ævars vísindamanns stendur frá 1.janúar til 1.mars 2018.

Reglurnar eru þessar:

1. Það má lesa hvaða bók sem er.
2. Á hvaða tungumáli sem er.
3. Hljóðbækur og ef einhver les fyrir þig telst með.
NÝ REGLA: 4. Allir krakkar í 1. - 10. bekk mega taka þátt.

Fyrir hverjar þrjár bækur sem þið lesið prentið þið út lestrarmiða, fyllið út og skilið á næsta skólabókasafn, sem mun svo koma þeim til skila. Ef einhverjir eru að taka þátt utan skóla (eins og t.d. krakkar sem búa í útlöndum) er hægt að senda lestrarmiðana á:
Heimili og skóli, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Í byrjun mars verður dregið úr öllum innsendum lestrarmiðum og fá fimm krakkar í verðlaun að vera persónur í æsispennandi ofurhetjubók eftir Ævar sem kemur út í maí.

Nánar um lestrarátakið  

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband