Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjallganga og innilega

07.06.2018
Fjallganga og innilega

Hin árlega fjallganga og innlega var hjá okkur í gær og nótt. Nemendur í 5.-7.bekk gengur á Esjuna og fóru nær allir nemendur upp að Steini í blíðskapar veðri. Nemendur í 1.-4.bekk gengu á Helgafell og stóðu krakkarnir sig líka vel í þeirri göngu. 

Eftir göngurnar var farið í skólann þar sem nemendur komu sér fyrir á heimasvæðum og gistu svo í nótt. Í gærkvöldi fengu nemendur kvöldverð í skólanum, síðan var kvöldvaka, kvöldlestur og bíómynd. 

Þessi árlegi viðburður vekur alltaf mikla lukku og tilhlökkun en þetta væri ekki hægt nema með aðstoð foreldra. Við þökkum foreldrafélaginu og þeim foreldrum sem tóku þátt í þessu með okkur.

Á myndasafni skólans má sjá myndir frá fjallgöngu og innilegu: 

Fjallganga á Esju (5.-7.bekkur)

Gönguferð á Helgafell (1.-2.bekkur)

Gönguferð á Helgafell (3.-4.bekkur) 

Innilega (1.-7.bekkur)

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband