Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gegn einelti í Garðabæ

04.10.2018
Gegn einelti í Garðabæ

Þessa dagana eru nemendur í öllum bekkjum skólans að fá kynningu á eineltisáætlun skólans og kynningu á nýju veggspjaldi sem var hannað sérstaklega fyrir leik- og grunnskóla bæjarins. Markmið kynningarinnar er að vekja nemendur til umhugsunar um einelti og afleiðingar þess. Markmiðið er einnig að nemendur átti sig á mikilvægi þess að standa saman, segja frá eða grípa inn í ef þau upplifa síendurtekna stríðni, útilokun eða annað sem getur gefið vísbendingar um einelti sem þau sjálf eða einhver annar er að upplifa.

Nemendur hafa verið duglegir að spyrja spurninga og skapast þannig oft skemmtilegar og fróðlegar umræður sem snertir þennan alvarlega málaflokk. Veggspjöldin verða hengd upp á heimasvæðum nemenda en einnig við alla innganga skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband