Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Blái hnötturinn - sýning hjá 6.bekk

07.12.2018
Blái hnötturinn - sýning hjá 6.bekk

Í morgun voru nemendur í 6.bekk með sýningu um Bláa hnöttinn. Þau fluttu tónverk sem þau bjuggu til úr sögunni, sungu lög úr Bláa hnettinum og sýndu kvikmynd sem þau höfðu búið til með Stopmotion. 

Myndir frá sýningunni 

Sagan um Bláa hnöttinn er eftir Andra Snæ Magnason og hefur sagan verið gefin út á rúmlega 30 tungumálum.

Á bláum hnetti lengst úti í geimnum búa ótal börn sem fullorðnast ekki. Þetta eru eiginlega villibörn því enginn skipar þeim fyrir verkum. Börnin sofna þar sem þau verða þreytt og borða þegar þau eru svöng en leika sér þar sem þeim dettur í hug. Eitt kvöldið þegar Brimir og Hulda eru stödd í Svörtufjöru birtist stjarna á himni sem stefnir beint á þau! Stjarnan lendir í fjörunni með mikilli sprengingu en í reyknum mótar fyrir skuggalegri veru sem starir út í myrkrið. Þá hefst hættulegt ævintýri sem leiðir börnin um myrka skóga, djúpa dali og loftin blá. Reynir þá sem aldrei fyrr á vináttu og ráðsnilld barnanna á bláa hnettinum.

 Vefsíða um bókina Blái hnötturinn

 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband