Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gróðursetningarferð í Guðmundarlund

04.09.2019
Gróðursetningarferð í Guðmundarlund

Í dag fóru allir nemendur skólans í hina árlegu gróðursetningarferð í Guðmundarlund. Þar gróðursettu nemendur 2-3 birkiplöntur á mann og hjálpuðu eldri nemendur þeim yngri. Þá var farið í leiki og grillaðar pylsur í hádeginu.

Veðrið var ágætt þó það hafi aðeins rignt á okkur, en flestir voru vel klæddir og skemmtu sér vel.

Á myndasíðunni má sjá myndir frá ferðinni í Guðmundarlund.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband