Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námsaðstoð á bókasafni Garðabæjar

31.10.2019
Námsaðstoð á bókasafni Garðabæjar

Í síðasta mánuði hófst námsaðstoðin á bókasafni Garðabæjar á ný.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka á móti nemendum og aðstoða við nám á fimmtudögum kl. 15-17.
Námsaðstoðin er fyrir öll börn í 1. til 10. bekk.

Markmið verkefnisins er að styrkja börnin í námi og kynna fyrir þeim þjónustu bókasafnsins í tengslum við nám og áhugamál.

Á Bókasafni Garðabæjar er boðið upp á:
• aðstoð við heimanám í notalegu umhverfi
• úrval bóka, kvikmynda, tímarita, tónlistar og skemmtilegan félagsskap

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband