Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendaráð miðstig

12.10.2020

Í síðustu viku var kosið í nemendaráð á miðstigi (5.-7.bekkur). Verkefnastjóri nemendaráðs, Tómas Þór, kynnti nemendaráðið og hlutverk þess í öllum bekkjum á miðstigi.

Nemendur í hverjum bekk fengu tækifæri til þess að bjóða sig fram og fengu frambjóðendur tækifæri til þess að segja nokkur orð um af hverju það ætti að kjósa þá. Síðan hófst lýðræðisleg kosning, 5. bekkur kaus fulltrúa úr sínum bekk, 6. bekkur fulltrúa úr sínum bekk og 7. bekkur fulltrúa úr sínum bekk.

Eftirfarandi nemendur voru kosnir og munu sitja í nemendaráð miðstigs skólaárið 2020-21:

  • Anna Kristín Elmarsdóttir (7. bekkur)
    Einar Birgir Einarsson (7. bekkur)
    Hilmir Axelsson (6. bekkur)
    Marikó Manda Axelsdóttir (6. bekkur)
    Baltasar Torfi Hlynsson (5. bekkur)
    Daney Emma Svansdóttir (5. bekkur)

Hægt er að sjá hlutverk nemendaráðsins inn á heimasíðu skólans.

Til baka
English
Hafðu samband