Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Barnasáttmáli

30.11.2020
Barnasáttmáli

Þann 20. nóvember, á degi mannréttinda barna, opnaði nýr og endurbættur vefur um Barnasáttmálann.

Vefurinn barnasattmali.is, inniheldur fræðslu um Barnasáttmálann og mannréttindi barna fyrir börn á öllum aldri, kennara og foreldra.

Þar má finna Barnasáttmálann á barnvænu máli og á táknmáli. Jafnframt er á vefnum vefþula sem nýtist blindum og sjónskertum börnum. Barnvæna útgáfan er aðgengileg á fjölda tungumála og það sama gildir um heildartexta sáttmálans. Fjölbreytt verkefni eru á vefnum fyrir börn í þremur aldursflokkum; 6-9 ára, 10-12 ára og 13-18 ára.

Þá er fræðsla fyrir fagfólk, foreldra og aðra áhugasama um Barnasáttmálann, sögu hans og innihald.
Enn fremur eru upplýsingar um mannréttindi barna fyrir foreldra á ensku og pólsku. Vefurinn og útgáfa fræðsluefnis um Barnasáttmálann er samstarfsverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, UNICEF á Íslandi og umboðsmanns barna, í samvinnu við Menntamálastofnun.

Til baka
English
Hafðu samband