Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Áhugasviðskönnun í 10.bekk

18.01.2021
Áhugasviðskönnun í 10.bekk

Nú fyrir helgi tóku nemendur í 10. bekk áhugasviðspróf í tíma í náms- og starfsfræðslu.

Þessa dagana hitta þeir námsráðgjafa sem túlkar með þeim niðurstöðurnar og leiðbeinir þeim um val á námi að loknum grunnskóla. Margir valmöguleikar standa nemendum til boða og því ljóst að fyrir marga þeirra er erfitt val fyrir höndum. Með upplýstri ákvörðun og áhuga og metnað að leiðarljósi er þó von að þeir eigi eftir að blómstra í öllu því sem þeir taka sér fyrir hendur.

Hér að neðan má sjá upplýsingar varðandi innritun fyrir nám á framhaldsskólastigi á haustönn 2021:

1. Innritun á starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur fer fram 1.-28. febrúar.
2. Forinnritun nemenda í 10. bekk fer fram 8. mars til 13. apríl.
3. Innritun nemenda í matvælagreinar við Menntaskólann í Kópavogi fer fram 1. mars til 1. apríl. Innritun í matartækni við Verkmenntaskólann á Akureyri verður frá 1. mars til 31. maí.
4. Innritun eldri nemenda fer fram 5. apríl til 31. maí.
5. Lokainnritun nemenda í 10. bekk fer fram 6. maí til 10. júní.

Til baka
English
Hafðu samband